Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Salan um verslunarmannahelgina

05.08.2020

Sala áfengis í vikunni fyrir verslunarmannahelgi er alla jafna með stærstu vikum ársins. Lítil breyting var á því þetta árið, en salan nú var um 1,4% minni í lítrum talið en í sömu viku fyrir ári.  Samtals seldust 784 þúsund lítrar af áfengi þessa vikuna en í fyrra seldust 795 þúsund lítrar. Alls komu 127.500 viðskiptavinir í Vínbúðirnar í vikunni, sem eru 0,4% færri viðskiptavinir en í sambærilegri viku í fyrra. Salan dreifðist þó með öðrum hætti en í fyrra en talsvert dró úr sölu frá miðvikudegi til föstudags.

Dreifingin milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar var svipuð og í fyrra en mikill munur var á einstaka stöðum á landsbyggðinni eins og til dæmis í Neskaupstað þar sem salan nú var um 47% af sölu fyrra árs og í Vestmannaeyjum þar sem salan var um 46% af sölu fyrra árs.

Heildarsalan það sem af er ári er hins vegar um 14% meiri en í fyrra.