Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Ný Vínbúð á Egilsstöðum

19.05.2022

Ný og glæsileg Vínbúð hefur nú opnað að Miðvangi 13 á Egilsstöðum (þar sem Bónus, A4 og Lindex eru til húsa). Gamla búðin hefur verið á sama stað í 30 ár og bæjarbúar að vonum spenntir yfir flutningnum. Nýja búðin er töluvert rýmri og vöruúrval hefur verið aukið umtalsvert. Einnig er öll aðstaða og aðkoma töluvert betri en á fyrri stað, bæði fyrir viðskiptavini og starfsfólk. Flutningur Vínbúðarinnar er kærkomin nú fyrir sumarið, áður en mesta álagið hefst í sumartraffíkinni.

Við bjóðum viðskiptavini velkomna í nýja búð.