Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Ný búð opnar í Álfabakka

06.05.2024

Nú höfum við opnað nýja og glæsilega Vínbúð í Álfabakka 6 (við hlið Garðheima), en lokað hefur verið í Stekkjarbakka. Nýja verslunin er um 560 fermetrar sem er töluverð stækkun frá Stekkjarbakka sem var um 375 fermetrar að stærð. Vöruúrval í nýju búðinni er töluvert meira, en aukningin er í kringum 400 tegundir, mest í léttvíni og bjór. Að auki er vinnuaðstaða starfsfólks mun betri, rúmbetri lager og góð starfsmannaaðstaða.

Opnunartími Vínbúðarinnar Álfabakka er mánudaga til fimmtudaga frá 11-18 (lokað Uppstigningardag), föstudaga 11-19 og laugardaga 11-18.

Við hlökkum til að taka á móti ykkur á nýjum stað!