Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Jólabjórinn í sölu 4. nóvember

12.10.2021

Töluvert er beðið eftir jólabjórnum á hverju ári og vangaveltur eru um úrvalið hverju sinni. Sala á jólabjór og öðrum jólavörum hefst fimmtudaginn 4. nóvember í Vínbúðunum. 

Úrvalið hefur aldrei verið meira, en áætlað er að í sölu verði yfir 130 tegundir af jólabjór að þessu sinni auk annarra jólavara s.s. jóla-ákavíti, jóla-síder, glögg og fleira.

Í Vefbúðinni má ávallt sjá lista yfir þær tegundir sem áætlað er að verði í sölu í Vínbúðum um jólin, en listinn er síbreytilegur fram að sölubyrjun þar sem skráning vara er í fullum gangi.  Dreifing tegunda er misjöfn eftir Vínbúðum, en einnig verður hægt að nálgast flestar vörurnar í Vefbúðinni og fá sent í næstu Vínbúð.