Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Jólabjór og ný Vínbúð á Akranesi

13.11.2019

Sala á jólabjór hefst í dag, fimmtudaginn 14. nóvember, en hægt er að segja að beðið hafi verið eftir bjórnum með mikilli eftirvæntingu. Töluverð aukning er á úrvali miðað við í fyrra, en áætlað er að um 80-90 tegundir af jólavöru verði í sölu þetta árið. Hér er hægt að sjá lista yfir þær jólavörur sem eru í sölu hverju sinni, en hægt er að sjá hvar viðkomandi vara fæst með því að smella á heiti vörunnar. Einnig er hægt að kaupa flesta jólabjóra og jólavörur í Vefbúðinni og fá senda í þína Vínbúð.

 

Í dag flytur einnig Vínbúðin Akranesi í nýtt húsnæði að Kalmansvöllum 1. Öll aðstaða í nýju búðinni er betri en áður, hún töluvert stærri og kælir er fyrir allan bjór, gosblöndur og síder. Aðgengi að búðinni er gott og næg bílastæði ættu að vera fyrir viðskiptavini. Vöruúrval hefur verið aukið lítillega, þá sérstaklega í bjór og kassavíni. Við bjóðum viðskiptavini velkomna í nýja og glæsilega búð.