Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Innköllun á Cyclopath Pale Ale

18.07.2022

ÁTVR og S.B. brugghús ehf. innkalla vöruna Cyclopath Pale Ale, sem er bjór í 330 ml áldós þar sem bjórdós getur bólgnað út og kann að springa.
Innköllunin miðast eingöngu við birgðir vörunnar merktar með best fyrir dagsetningunni: 14.6.2023. Varan hefur nú þegar verið fjarlægð úr hillum vínbúðanna. Öll sem eiga þessa vöru, með fyrrnefndri best fyrir dagsetningu, eru beðin um að farga henni eða skila henni í næstu Vínbúð eða í brugghús S.B. brugghúss ehf. í Skiphotli 31 og fá hana þar bætta.

Framleiðandi vörunnar og ábyrgðaraðili er: S.B. brugghús ehf., Skipholti 31, 105 Reykjavík. 
Strikamerki: Á dós: 5694230393046. Á kassa sem geymir 24 áldósir: 5694230393053.
Varan hefur verið boðin til sölu í eftirfarandi verslunum ÁTVR: Austurstræti, Kringlunni, Skútuvogi, Skeifunni, Stekkjarbakka, Heiðrún, Spöngin, Eiðistorgi, Dalvegi, Smáralind, Garðabær, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Akranesi, Borgarnesi, Ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri, Húsavík, Egilsstöðum, Reykjanesbæ, Selfossi, Flúðum, Hvolsvelli, Vestmannaeyjum.

Nánari upplýsingar veitir Gunnþórunn Einarsdóttir, sérfræðingur á Vörusviði, s. 611-2764 og gunnthorunn@vinbudin.is