Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Hvert er tilefnið?

13.09.2021

Nú er ný og glæsileg kokteilsíða komin í loftið hér á vinbudin.is. Útlit og innihald hefur verið endurbætt til muna og nú er hægt að leita að kokteilum eftir tilefni s.s. Gott í veisluna, Sumarkokteilar eða Kósí í kuldanum. Fyrir þá þemaglöðu er einnig hægt að flokka kokteilana eftir litum.

Fyrir hvern kokteil er bent á hentugt glas, erfiðleikastig og hvaða áhöld er best að hafa við höndina. Einnig er hægt að smella á innihaldsefnin og sjá hvað er til í okkar vörusafni hverju sinni.

Njótið vel!

KOKTEILSÍÐA