Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Höfum opnað aftur í Skeifunni

14.03.2019

Vínbúðin Skeifunni hefur nú opnað aftur eftir gagngerar breytingar. Kælir hefur verið stækkaður til muna og búðarrýmið allt verið endurgert. Einnig voru gerðar töluverðar breytingar á aðstöðu fyrir starfsfólk sem og lagerrými stækkað verulega.

Opnunartími búðarinnar verður sá sami og áður, eða frá 10-20 alla virka daga og 11-18 á laugardögum.

Við bjóðum viðskiptavini velkomna í nýja og glæsilega Vínbúð í Skeifunni.