Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Hjólað af krafti hjá ÁTVR

03.06.2019

Hjólað í vinnuna er skemmtileg keppni sem eflir liðsheild og hvetur starfsfólk til hreyfingar. Nú hafa verið afhent verðlaun í keppninni og hafnaði Vínbúðin þar í 2. sæti.  Vínbúðin Heiðrún fékk einnig æðstu viðurkenningu í Hjólavottun vinnustaða., platínum vottun. 

Hjólavottun vinnustaða er tæki til að markvisst innleiða bætta hjólreiðamenningu. Fulltrúar fyrirtækja fylgja skýrum gátlistum og fá viðurkenningu eftir stigagjöf; platínum, gull, silfur eða brons. Með þessum hætti hvetur vottunin vinnustaði til að bæta aðbúnað fyrir bæði viðskiptavini og starfsfólk sem leiðir til þess að fleiri velji umhverfisvænan og heilbrigðan ferðamáta í daglegu lífi. Þrjú fyrirtæki fengu nú í fyrsta skipti afhenta platínum vottun frá Hjólafærni. 

Vínbúðirnar hafa tekið þátt í keppninni frá 2009 og ljóst að þessi umhverfisvæni og heilsusamlegi ferðamáti er orðinn stór partur af daglegri rútínu starfsfólks.