Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Hjálpumst að – notum grímur!

12.10.2020

Uppfært 2.11.2020: GRÍMUSKYLDA ER Í VERSLUNUM!

Við hvetjum viðskiptavini til að vera með grímur þegar verslað er og virða fjarlægðarmörk eins og hægt er. Einnig höfum við bent á að hægt er að velja rólegri tíma til að koma við í Vínbúðunum, en minna er að gera fyrri hluta dagsins og fyrri hluta vikunnar. Að sama skapi getum við fækkað mögulegum smitleiðum með því að nýta snertilausar greiðslur í stað þess að greiða með peningum og reyna eftir besta megni að handleika ekki vörur að óþörfu. Einnig er kostur ef hægt er að stytta tímann í búðinni með því að vera vel undirbúin. Á vinbudin.is er með auðveldum hætti hægt að sjá vöruval hverrar Vínbúðar og birgðastöðu hverrar vöru. 

Fækkum smitleiðum - saman!