Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Gott úrval í Vefbúðinni

24.08.2020

Í Vefbúðinni geta viðskiptavinir nálgast nánast allt það úrval sem til er í Vínbúðum á hverjum tíma. Hægt er að fá sent í næstu Vínbúð, þér að kostnaðarlausu, en einnig er hægt að fá margar vörur afhentar samdægurs í vöruafgreiðslu á Stuðlahálsi. Sendingartími í Vínbúðir er um 1-3 dagar á höfuðborgarsvæðinu, en allt að 7 dagar í aðrar Vínbúðir. Við látum þig vita þegar varan er komin i búðina. 

Til viðbótar við vöruúrvalið í hillum Vínbúðanna er einnig hægt að sérpanta vörur beint frá innlendum birgjum en í dag er að finna gott úrval af sérpöntuðum vörum í Vefbúðinni. Áætla má að afhending á sérpöntuðum vörum geti tekið allt að 10 daga, en ekki er hægt að skila þeim.

Ef þú finnur ekki það sem þú leitar að í Vefbúðinni getur þú einnig sent fyrirspurn með því að fylla út form hér á vefnum um hvort hægt sé að útvega vöru sem ekki er til í vörusafni okkar. Erfitt er að áætla afgreiðslutíma á vörum sem pantaðar eru með þessum hætti, en betra er að panta með góðum fyrirvara.

Hægt er að greiða með debet- eða kreditkorti. Við minnum á að vörur eru afhentar gegn framvísun skilríkja og þarf sá sem sækir að hafa náð 20 ára aldri.