Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Framkvæmdir í Reykjanesbæ

08.05.2019

Þessa dagana er unnið hörðum höndum við endurbætur á Vínbúðinni Reykjanesbæ. Búðin verður öll endurskipulögð og sett í nýjan búning auk þess sem vöruval verður aukið töluvert. Áætlað er að verklok verði í byrjun júní, en til að raska þjónustu sem allra minnst verður búðin opin að mestu leyti á meðan framkvæmdum stendur. Þó verður lokað mánudagana 20. maí og 27. maí.

Viðskiptavinir verða eflaust vel varir við framkvæmdirnar og biðjumst við velvirðingar á því.