Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Fleiri nýir afhendingarstaðir

27.01.2023

Vínbúðirnar hafa nú samið við þrjá nýja afhendingarstaði fyrir Vefbúðina, en í desember sl. opnaði fyrsti afhendingarstaður ÁTVR í Hrísey og annar í Borgarfirði Eystri nú í janúar. Nú eru það Gunnubúð á Raufarhöfn, sem opnar í dag 31. janúar, og næstu daga opnar einnig fyrir afhendingu úr Vefbúðinni hjá Jónsabúð í Grenivík og Búðinni í Grímsey.

Markmiðið með verkefninu er að bæta enn frekar þjónustu og fjölga þeim stöðum þar sem viðskiptavinir geta fengið afhentar vörur úr Vefbúðinni, þar sem hægt er að nálgast allt það úrval sem til er í Vínbúðunum á hverjum tíma. Afhendingarstaðirnir bætast þannig við núverandi afhendingu í öllum Vínbúðum landsins og vöruafgreiðslu á Stuðlahálsi. Það er von Vínbúðanna að þessi þjónusta mælist vel fyrir og komi sér vel fyrir íbúa á svæðunum sem og ferðafólk.    

Í Vefbúðinni getur þú skoðað úrvalið í rólegheitum, pantað vörur og fengið sendar í Vínbúðina þína - án endurgjalds. Einnig er hægt að sækja samdægurs í vöruafgreiðslu á Stuðlahálsi (ef pantað er fyrir kl. 14). Í vörulistanum hér á vinbudin.is finnur þú allt það vöruval sem er í sölu í Vínbúðunum á hverjum tíma, en einnig er auðvelt að sérpanta þær vörur sem ekki eru til í hillum Vínbúðanna.