Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Fjórir nýjir vínráðgjafar!

09.02.2024

Starfsfólk í Vínbúðunum útskrifast úr Vínskóla Vínbúðanna þar sem það fær vandaða fræðslu í vínfræðum til þess að vera sem best til þess fallið að svara spurningum og aðstoða viðskiptavini. Vínráðgjafar Vínbúðanna hafa síðan enn yfirgripsmeiri þekkingu eftir að ljúka “level 3” prófi frá Wine and Spirits Education Trust (WSET), en ÁTVR hefur kennsluréttindi til að annast námskeiðahald þeirra hér á landi. WSET er ein virtasta stofnun heims á sviði vínfræðimenntunar og eru námskeið í gegnum stofnunina kennd víðsvegar um heiminn. Vínráðgjafar í Vínbúðunum búa því yfir mikilli þekkingu á stílum, framleiðslu og gæðum til að þjónusta viðskiptavini í vöruleit og þekkjast á svörtu svuntunum sem merktar eru WSET Vínráðgjafi.  

 

Nýverið útskrifuðust fjórir nýir vínráðgjafar úr náminu og bjóðum við þau Rafn, Snorra, Tinnu og Ægi velkomin í svunturnar!