Bjórinn hefur löngum verið vinsæll með grillinu og hann getur alveg átt vel við. Einnig er mikið úrval af mjög góðum óáfengum bjór til víða og þannig alveg hægt að vera með í stemmningunni og keyra heim!
Hér eru nokkrar klassískar tillögur af matarpörunum með bjórnum:
• Grillborgarar og humlaðir lagerbjórar eru fín pörun
• Grillaðar pylsur passa vel með lager og classic bjórum
• Fiskur og skelfiskur kalla á bjóra með sítrus eins og White ale og session stíla
• Grillað naut og lamb kalla á dekkri bjóra eins og porter og stout
• Grillaður kjúklingur í BBQ sósu parast vel með brúnöli eða þéttum hveitibjór
Á
UPPSKRIFTAVEFNUM má nálgast uppskriftir af grillréttum og fjölmörgum öðrum réttum ásamt ráðleggingum frá vínráðgjöfum um hvernig vín henta best með.
Njótið vel!