Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Aukið vöruúrval í Vefbúðinni

24.02.2020

Nú hefur vöruúrvalið verið aukið til muna í Vefbúðinni, en viðskiptavinir ættu nú að geta nálgast nánast allt það úrval sem til er í Vínbúðum á hverjum tíma. 
Hægt er að panta hér á vefnum og fá sent í næstu Vínbúð, þér að kostnaðarlausu. Afhendingartíminn er 1-3 dagar á Höfuðborgarsvæðinu en 2-7 dagar í Vínbúðir á landsbyggðinni. Einnig er hægt að fá margar vörur afhentar samdægurs í vöruafgreiðslu á Stuðlahálsi. 

 

EINNIG HÆGT AÐ SÉRPANTA

Til viðbótar við vöruúrvalið í hillum Vínbúðanna er einnig hægt að sérpanta vörur beint frá innlendum birgjum.  Í dag er að finna gott úrval af sérpöntuðum vörum í Vefbúðinni en þær vörur taka lengri tíma í afhendingu. Áætla má að það geti tekið allt að 10 daga að fá slíka vöru í hendurnar, en ekki er hægt að skila sérpöntuðum vörum.

 

FINNUR ÞÚ EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ LEITAR AÐ?

Ef þú finnur ekki það sem þú leitar að getur þú einnig sent FYRIRSPURN með því að fylla út form hér á vefnum um hvort hægt sé að útvega vöru sem ekki er til í vörusafni okkar. Erfitt er að áætla afgreiðslutíma á vörum sem pantaðar eru með þessum hætti, en betra er að panta með góðum fyrirvara.