Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

ÁTVR hlýtur jafnlaunavottun

22.01.2019

ÁTVR hlaut í nóvember síðastliðnum formlega jafnlaunavottun og leyfi Jafnréttisstofu til að nota jafnlaunamerkið 2018-2021. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Þetta er því mikilvæg staðfesting á því að verklag við ákvörðun í launamálum hjá ÁTVR, byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun. 

ÁTVR hefur í mörg ár haft jafnrétti að leiðarljósi og var með fyrstu fyrirtækjum til að fá gullmerki jafnlaunaúttektar PwC árið 2013 og aftur árið 2016. 

Við erum afar stolt af árangrinum og lítum á þetta sem hvatningu til að vera vakandi fyrir tækifærum til að gera enn betur.

Sjá Jafnlaunastefnu ÁTVR  

ÁTVR hlýtur jafnlaunavottun 2018-2021