Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

ÁTVR gerir samning við Votlendissjóð

27.02.2019

Ákveðið hefur verið að kolefnisjafna allt millilanda- og innanlandsflug starfsfólks ÁTVR fyrir árið 2018 og hefur samningur verið gerður við Votlendissjóðinn.

ÁTVR hefur sett sér umhverfisstefnu en grundvöllur hennar er virðing fyrir umhverfinu, að fara vel með verðmæti og að nota auðlindir af ábyrgð. Stöðugt er unnið að úrbótum til þess að uppfulla kröfur á sviði umhverfismála. ÁTVR hefur m.a. gefið viðskiptavinum sínum möguleika á að nota fjölnota poka í stað plastpoka og hefur það mælst vel fyrir.

 

ÁTVR gerir samning við Votlendissjóð

Á myndinni sjást Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR og Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Votlendissjóðsins handsala samning um kolefnisjöfnun fyrirtækisins.