Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

ÁTVR fyrirmyndarstofnun 2018

11.05.2018

Niðurstöður úr könnuninni Stofnun ársins 2018 var kynnt við hátíðlega athöfn á Hilton Nordica þann 9.maí sl. Stofnanir ársins eru þrjár, hver í sínum stærðarflokki, en auk þess fengu fyrirmyndarstofnanir viðurkenningu.

Fyrirmyndarstofnanir hljóta þær stofnanir sem þykja skara framúr að mati starfsmanna og er Vínbúðin nú í þriðja sæti á þeim lista í flokki stórra stofnana. 

Markmiðið með að velja fyrirmyndarstofnanir er hvatning til stjórnenda að gera vel í starfsmannamálum og að auka umræðu um aðbúnað og líðan starfsmanna á vinnustöðum. Könnunin er unnin af SFR, St.Rv., fjármála- og efnahagsráðuneytisins og VR og er ein stærsta vinnumarkaðskönnun landsins. Þátttakendur eru spurðir út í níu þætti í starfsumhverfinu þ.e. trúverðugleika stjórnenda, starfsanda, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjanleika í starfi, sjálfstæði í starfi, ímynd stofnunar, ánægju og stolt og jafnrétti. Könnunin gefur mikilvægar upplýsingar um stöðu starfsmanna á vinnumarkaði. 

Við erum að vonum ánægð með þennan frábæra árangur og berum stolt titilinn fyrirmyndarstofnun 2018

Nánari upplýsingar má finna hér.

Á​ myndinni má sjá Sigrúnu Ósk Sigurðardóttur, aðstoðarforstjóra ÁTVR, taka við viðurkenningunni. Hópmyndin er fengin af vef SFR.