Árs- og samfélagsskýrsla ÁTVR 2022 er komin út á rafrænu formi. Í skýrslunni má finna ítarlegar upplýsingar um rekstur og starfsemi fyrirtækisins.
Stefna ÁTVR er að vera í hópi bestu þjónustufyrirtækja landsins og fyrirmynd á sviði samfélagsábyrgðar. Í ársskýrslunni er farið yfir helstu áherslur gagnvart hagsmunaaðilum og mælanleg markmið sem sett eru fyrir flesta þætti í rekstrinum. Einnig er þar að finna sjálfbærniskýrslu og yfirlit yfir þau Heimsmarkmið sem ÁTVR hefur lagt áherslu á nú undanfarið. Til að leggja áherslu á réttmæta og gagnsæja upplýsingagjöf hefur samfélagsskýrslan nú í fyrsta sinn verið rýnd og staðfest af alþjóðlega endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte.
ÁTVR átti hundrað ára starfsafmæli 3. febrúar 2022 og endurspeglar útlit skýrslunnar í bland gamla og nýja tíma.