Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Vefbúð ÁTVR

25.05.2021

Að gefnu tilefni vill ÁTVR taka fram að ekki á að vera hægt að panta í vefverslun Vínbúðarinnar ef viðkomandi hefur ekki náð áfengiskaupaaldri. Vegna galla í forritun tókst einstaklingi að komast fram hjá öryggiskerfinu og panta vöru í vefbúðinni eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. ÁTVR biðst afsökunar á mistökunum. 

Ekki var búið að afhenda vöruna en við afhendingu vöru hjá ÁTVR er gerð krafa um að viðkomandi sýni skilríki og hafi náð 20 ára aldri. Eftir ítarlega skoðun kom í ljós að þetta var eina skiptið sem kerfið virkaði ekki rétt. Bætt verður úr gallanum hið snarasta og þakkar ÁTVR ábendinguna. Mikilvægt er hins vegar að hafa í huga að viðkomandi einstaklingur fékk áfengið ekki afhent.