Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Þorrabjórinn 2022

07.01.2022

Nú þegar þorrinn gengur senn í garð er eins og áður boðið upp á úrval árstímabundna bjóra fyrir tilefnið. Sala á þorrabjór hefst í Vínbúðunum fimmtudaginn 13. janúar en upphaf þorrans er á Bóndadaginn, föstudaginn 21. janúar. 

Í ár er áætlað að um 25 tegundir af þorravöru verði í boði yfir tímabilið, langflestar vörurnar bjór, en einnig brennivín. Hægt er að sjá hér á vinbudin.is hvað er væntanlegt hverju sinni og þegar salan hefst er hægt að sjá í hvaða Vínbúð hver tegund fæst. 

Flesta þorrabjóra verður hægt að kaupa í Vefbúðinni, en sumar árstímabundnar vörur koma til okkar í mjög takmörkuðu magni og því alltaf einhverjar tegundir sem klárast fljótt. Sölutímabili þorrabjórs lýkur svo 19. febrúar.

Gleðilegan þorra!