Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Endurbætt Vínbúð í Reykjanesbæ

27.06.2019

Töluverðar breytingar hafa nú verið gerðar á Vínbúðinni Reykjanesbæ og hefur búðin öll fengið andlitslyftingu. Búðarrýmið var stækkað auk kælis og allar innréttingar endurnýjaðar. Einnig var starfsmannaaðstaðan bætt verulega.

Vöruval búðarinnar hefur verið aukið töluvert og er nú um 25% meira vöruval en áður.

Frá og með 1. ágúst næstkomandi mun opnunartími Vínbúðarinnar aukast á laugardögum, en þá verður opið frá 11-18 í stað 11-16 áður.

Við bjóðum viðskiptavini velkomna í endurbætta Vínbúð!