Fréttir
04.05.2010
Það sem af er árinu hefur sala á áfengi dregist saman í lítrum talið um 7,8% miðað við sama tímabil árið 2009. Ekki er raunhæft að bera saman sölu í apríl á milli ára þar sem páskarnir hafa mikil áhrif en í ár voru páskarnir í mars en voru í apríl í fyrra.
Sala hefur minnkað í nær öllum flokkum áfengis en mismikið. Það sem af er árinu er samdrátturinn hins vegar mest áberandi í sterkum og blönduðum drykkjum...
03.05.2010
Vínbúðin Vík hefur opnað á nýjum stað í húsnæði Arion banka að Ránarbraut 1. Mikið hagræði er í breytingunni fyrir viðskiptavini því nú er Vínbúðin sjálfsafgreiðslubúð en áður var afgreitt yfir borðið. Afgreiðslutíminn er sá sami og áður eða mánudaga til fimmtudaga frá 17-18 og föstudaga frá 16-18.
28.04.2010
Vínbúðirnar eru lokaðar á Verkalýðsdaginn, laugardaginn 1.maí. Afgreiðslutími er með hefðbundnu sniði á föstudaginn, en á höfuðborgarsvæðinu er opið til kl. 19 í öllum Vínbúðum, nema Skútuvogi, Dalvegi og Skeifu þar sem opið er til kl. 20.
20.04.2010
Lokað verður í Vínbúðum sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 22.apríl.
Vínbúðir á höfuðborgarsvæðinu eru opnar til kl. 18:00 á miðvikudag, nema á Dalvegi, Skútuvogi og Skeifu þar sem opið er til kl. 20:00.
Laugardaginn 1.maí verður einnig lokað í Vínbúðum.
16.04.2010
Austurlensk matargerð á mjög upp á pallborðið hjá Íslendingum eins og reyndar víðar á Vesturlöndum. Matargerðin er afar fjölbreytt og hefur hvert land og jafnvel héruð hvert sínar áherslur. Eitt er þó yfirleitt sammerkt með matnum að hann er töluvert kryddaðri en við eigum að venjast. Þá er oft vandasamt að velja rétta vínið með...
12.04.2010
Í lok árs 2009 var auglýst eftir húsnæði fyrir Vínbúðina á Akureyri.
Nú hafa innkomin tilboð verið metin, bæði með tilliti til verðs og staðsetningar.
Niðurstaðan er að ekki náist fram það hagræði sem stefnt var að og því hefur verið ákveðið að hafna öllum tilboðum. Vínbúðin verður því rekin áfram í núverandi húsnæði um óákveðinn tíma.
08.04.2010
Á vinbudin.is er hægt að nálgast skemmtilegan fróðleik um vín og mat. Eftirfarandi grein um Chablis er einnig að finna í nýjasta tölublaði Vínblaðsins sem fæst frítt í næstu Vínbúð.
Þegar velja á hvítvín með sjávarfangi kemur Chablis ósjálfrátt upp í hugann, en margir kannast við nafnið Chablis, sem er eflaust eitt þekktasta vínheiti í heimi og hefur löngum verið stælt og jafnvel notað á vín sem eiga ekkert skylt við hin einu og sönnu Chablis hvítvín...
08.04.2010
Í mars seldust 1.614 þús. lítrar af áfengi sem er tæplega 20% meiri sala en árið 2009. Þessa miklu aukningu má rekja til þess að páskarnir eru í mars í ár en voru í apríl í fyrra. Ef sala páskavikunnar er borin saman við sölu í páskavikunni 2009 þá voru seldir 505 þús. lítrar af áfengi í páskavikunni í ár sem er 3,5% minna en sambærilega viku í fyrra...
29.03.2010
Opið verður í Vínbúðunum miðvikudaginn 31.mars eins og að um föstudag sé að ræða. Hefðbundinn afgreiðslutími verður á laugardeginum fyrir páska og þriðjudeginum eftir páska, en þó verður opið á laugardaginn í sumum minni Vínbúðum sem venjulega hafa lokað...
AFGREIÐSLUTÍMA YFIR PÁSKA MÁ SJÁ HÉR
Gleðilega Páska!
17.03.2010
Vegna framkvæmda við tengibyggingu milli Suðurlandsvegar 1 og 3 verður VÍNBÚÐIN á Hellu lokuð tímabundið. ÁTVR mun í samvinnu við sveitarstjórn Rangárþings ytra leita leiða til að leysa húsnæðismál Vínbúðarinnar sem allra fyrst. Viðskiptavinum er bent á Vínbúðirnar á Hvolsvelli og Selfossi.
Þriðjudaginn 23. mars verður opnuð ný Vínbúð á Hvolsvelli. Vínbúðin flytur sig um set og er nú í húsnæði við hliðina á N1. Vínbúðin er sjálfsafgreiðslubúð en fram til þessa hefur verið afgreitt yfir borð...