Fréttir
26.06.2009
Auglýsingin „Láttu ekki vín breyta þér í svín“ var valin besta auglýsingin úr flokki almannaheilla-herferða, valin af áhorfendum.
Áhorfendur á auglýsingahátíðinni í Cannes völdu auglýsinguna sem þá bestu af 400 almannaheilla-herferðum frá 35 löndum...
18.06.2009
Vínbúðin hefur opnað nýja og notendavæna Vefbúð á vinbudin.is.
Í Vefbúðinni getur þú skoðað úrvalið í rólegheitum, pantað
vörur og fengið sendar í Vínbúðina þína - án endurgjalds.
Von okkar er sú að þessi þjónusta eigi eftir að koma viðskiptavinum
að góðum notum og bjóðum við þá velkomna í Vefbúð Vínbúðarinnar...
16.06.2009
Ný Vínbúð var opnuð á Flúðum í gær, mánudaginn 15.júní. Auk þess að þjónaheimamönnum mun Vínbúðin þjóna þeim mikla fjölda ferðamanna sem leggur leið sína um svæðið á ári hverju.
Vínbúðin er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 17-18, föstudaga kl.16-18 og einnig verður opið á laugardögum frá kl. 12-14 til 1.ágúst.
Við bjóðum viðskiptavini velkomna í nýja Vínbúð.
08.06.2009
Sala áfengis í maí jókst um 3,6% miðað við sama mánuð í fyrra. Í kjölfar samþykktar Alþingis 28. maí um hækkun á áfengisgjaldi var mikil sala í Vínbúðunum 29. og 30. maí en hækkunin tók ekki gildi fyrr en 1. júní. Þessa tvo daga seldust 403 þúsund lítrar af áfengi eða sem nemur 21% af sölu mánaðarins. Mest jókst salan á hvítvíni um 20,8% en næst kom rauðvín með 11,9% aukningu miðað við maí 2008.
Sala áfengis fyrstu fimm mánuði ársins jókst um 1,7% miðað við sama tímabil í fyrra. Sala hvítvíns jókst um 9,2%, rauðvíns um 1,1% og lagerbjórs um 2,9%.
03.06.2009
Vínbúðin á Höfn flytur í nýtt húsnæði í Miðbæ, Litlubrú 1. Áætlað er að opna á nýjum stað á miðvikudaginn (10.júní). Við bjóðum viðskiptavini velkomna á nýjan stað.
29.05.2009
Alþingi hefur samþykkt 15% hækkun á gjöldum á áfengi og tóbak. Áfengisgjald er innheimt við innflutning og er innifalið í innkaupsverði ÁTVR frá birgjum. Í samræmi við reglur verður birgjum gefinn kostur á að tilkynna nýtt verð til ÁTVR og mun verðhækkunin taka gildi að því loknu...
23.05.2009
Nú í sumar standa Vínbúðirnar fyrir auglýsingaherferð undir yfirskriftinni 'Bíddu - hafðu skilríkin meðferðis'. Markmiðið með auglýsingunum er að vekja á jákvæðan hátt athygli á áfengiskaupaaldrinum og hvetja ungt fólk til að sýna skilríki að eigin frumkvæði.
Auglýsingarnar verða sýndar í sjónvarpi, útvarpi, netmiðlum á strætóskýlum og í bíó.
18.05.2009
Sala áfengis 35% meiri Eurovisionhelgina en helgina á undan. Mestu munur um lagerbjór sem er tæplega 80% af öllu seldu magni. Sala lagerbjórs jókst um 37% á milli helga, rauðvíns um 11% og hvítvíns um 38%. Sala á öðrum tegundum jókst um 32%...
10.05.2009
Sala áfengis í apríl jókst um 14,7% miðað við sama mánuð í fyrra. Páskar í ár voru í apríl en í mars í fyrra. Samanburður við sömu mánuði í fyrra er því erfiður.
Sala áfengis fyrstu fjóra mánuði ársins jókst um 1,1% miðað við sama tímabil í fyrra. Sala bjórs jókst um 2,8% og hvítvíns um 4,9% en sala á rauðvíni dróst saman um 2,4%...
03.05.2009
Vínbúðirnar bjóða viðskiptavinum frábæra þjónustu þegar halda skal veislu. Oft reynist erfitt að ákvarða rétt magn af víni fyrir veislur eða velja rétt vín með matnum og þá er gott að fá aðstoð hjá vínráðgjafa Vínbúðanna.
Afgreiðslutími Veisluvíns þjónustunnar: mánudag - föstudags: 11-17
Veisluvíns-síminn er 560-7726 og netfangið veisluvin@vinbudin.is