Fréttir
15.05.2003
ÁTVR opnar nýja vínbúð í dag, 15. maí, í ESSO aðföngum við Óseyrarbraut 4 í Þorlákshöfn.
08.05.2003
Bæklingurinn Nýtt í vínbúðinni, maí -ágúst kemur í vínbúðir ÁTVR í dag.
29.04.2003
Nýjar innkaupareglur áfengis taka gildi 1. júlí 2003 og munu gömlu reglurnar vera í gildi þangað til.
29.04.2003
Poppstjörnur og önnur stórstirni hafa nú tekið upp á því að kaupa vínekrur á helstu vínsvæðum heimsins og spreyta sig á víngerð.
16.04.2003
Áfengissalan hér á landi jókst úr 17,5 millj. lítra árið 2001 í 18,6 millj. lítra árið 2002 eða um 6,6%.
07.04.2003
Laugardaginn 5. apríl sl. opnaði Edda Þórey Kristfinnsdóttir málverkasýningu í vínbúðinni í Smáralind.
04.04.2003
Ársfundur ÁTVR fyrir árið 2002 var haldinn 1. apríl á Stuðlahálsi. Um 60 manns mættu á fundinn en það voru birgjar, verslunarstjórar, stjórn og aðrir starfsmenn ásamt fjölmiðlamönnum:
01.04.2003
Sérrí geymist mjög vel eftir að flaska hefur verið opnuð. Undantekning eru fino sérrí sem á að drekka fersk og innan fárra daga. Flest önnur sérrí, t.d. Cream má segja að þoli að standa árum saman í opinni flösku.
Portvín geymast nokkuð vel, misjafnlega þó...
27.03.2003
'Ferskt, ungt en þroskað í ilmi, græn epli, olía, lýsi, steinryk, örlítið þreytulegt, mjúkt.' Allar þessar umsagnir og margar fleiri heyrðust í sérútbúnu smökkunarherbergi Áfengisverslunarinnar. Á borðum voru nokkrar flöskur af frönsku hvítvíni sem áttu það sameiginlegt að vera upprunnar í Alsace héraði. Níu manna íbygginn hópur lyfti glösum, horfði, lyktaði, saup á og spýtti út úr sér. Velti vöngum, skráði einkenni og gaf einkunn...
13.03.2003
Blóðbíllinn heimsótti höfuðstöðvar ÁTVR á Stuðlahálsi fyrir nokkrum dögum. Starfsmenn Heiðrúnar tóku áskorun um blóðgjöf vel og fóru 39 blóðgjafar í bílinn, þar af voru 26 nýir blóðgjafar...