Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Fréttir

Ný vínbúð opnuð í Garðheimum

21.03.2006

Vínbúðin í Mjóddinni hefur nú fært sig um set og ný og glæsileg vínbúð var opnuð í húsnæði Garðheima í dag.

Vínbúðin í Mjódd flytur í Garðheima

16.03.2006

Ný og glæsileg vínbúð opnar í Garðheimum þriðjudaginn 21.mars kl. 11.00. Lokað verður í Mjóddinni mánudaginn 20.mars vegna flutninganna.

Ánægðustu viðskiptavinirnir í flokki smásölufyrirtækja

07.03.2006

Vínbúðirnar hlutu viðurkenningu Íslensku ánægjuvorgarinnar fyrir hæstu einkunn í flokki smásölufyrirtækja...

Afrískir dagar

02.03.2006

Afrískir dagar eru í vínbúðum í mars. Hægt er að nálgast bækling í næstu vínbúð, en nokkur valin afrísk vín eru á sérstöku kynningarverði...

Sala brennivíns á þorranum tvöfalt meiri en aðra mánuði ársins

13.02.2006

Sala á íslensku brennivíni árið 2005 var um 5.300 lítrar. Á þorranum í janúar og febrúar seldust um 21% af árssölunni og að jafnaði má segja að sala brennivíns á Þorranum sé um tvöfalt meiri en í meðalmánuði.

Lokað vegna talningar 2.janúar 2006

14.12.2005

Lokað verður í nokkrum vínbúðum vegna talningar þann 2. janúar 2006. Einhverjar búðir opna seinna en venjulega, en hér má finna upplýsingar um hvaða búðir verða opnar og hvenær...

Vertu tímanlega með innkaupin um jólin!

08.12.2005

Veislu- og gjafaþjónusta vínbúðanna veita heimsendingarþjónustu viðskiptavini að kostnaðarlausu, ef pantað er fyrir 50.000 kr. eða meira. Varan berst innan sólarhrings ef hún er til á lager. Einnig bjóðum við mikið úrval af gjafaöskjum og gjafapokum...

Kokteilbæklingur í vínbúðum

24.11.2005

Í næstu vínbúð má finna nýútgefinn kokteilbækling, sem inniheldur uppskriftir af hinum ýmsu kokteilum.

Hátíðarvín 2005

23.11.2005

Þemadagarnir Hátíðarvín 2005 eru nú í fullum gangi í vínbúðunum. Hægt er að nálgast bækling í næstu vínbúð sem auðveldar valið á víninu með hátíðarmatnum...

Vínsýningin 2005

10.11.2005

Vínsýningin 2005 verður haldin í Vetrargarðinum í Smáralind dagana 19 og 20 nóvember. Sýningin verður í alla staði mjög glæsileg þar sem allir helstu vínbirgjar landsins koma saman og kynna vín með hátíðarmatnum ásamt fleiru. Einnig verður hægt að smakka á dýrindis mat með vínunum, kynnast helstu nýjungum í aukahlutum og almennt fá betri innsýn í heim vínsins...