Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Fréttir

Lokað á Patreksfirði tímabundið

26.01.2023

Uppfært: Búið er að opna búðina!_____
Því miður er ekki hægt að opna Vínbúðina á Patreksfirði samkvæmt hefðbundnum opnunartíma í dag vegna krapaflóðs sem féll úr Geirseyrargili. Búið er að loka umferð um svæðið þar sem flóðið féll og því kemst starfsfólk okkar ekki til vinnu. Búðin verður því lokuð þar til búið er að meta aðstæður og opna fyrir umferð um svæðið aftur.

Lokað vegna rafmagnsleysis

16.01.2023

Uppfært: Unnt var að opna Vínbúðina í Reykjanesbæ eftir að rafmagn kom á um kl. 17:30. Rafmagn komst seinna á í Grindavík og ekki náðist að opna þar.
---- Vínbúðirnar í Reykjanesbæ og Grindavík eru lokaðar í dag (mánudag) vegna rafmagnsleysis. Opnað verður um leið og rafmagn kemst aftur á.

Þorrabjórinn 2023

12.01.2023

Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar segir að bóndi skuli bjóða þorra velkominn með því meðal annars að vera berfættur, fara í aðra buxnaskálmina og hoppa á öðrum fæti í kringum bæinn. Hugsanlega hefur þessi siður ekki verið langlífur, en íslendingar hafa engu að síður í gegnum tíðina fagnað þorranum með því að gera vel við sig í mat og drykk þar sem hinn alræmdi þorramatur spilar stórt hlutverk. Bjórframleiðendur hafa ekki látið sitt eftir liggja og taka þátt í hátíðarhöldunum með því að bjóða upp á árstímabundna bjóra fyrir tilefnið. Sala á þorrabjór hefst í Vínbúðunum fimmtudaginn 12. janúar en upphaf þorrans er á Bóndadaginn, föstudaginn 20 janúar.

Sala áfengis og tóbaks árið 2022

02.01.2023

Alls seldust rúmlega 24 milljón lítrar af áfengi í Vínbúðunum á árinu 2022. Til samanburðar var sala ársins 2021 rúmlega 26 milljón lítrar. Í heildina dróst salan saman um 8,4% á milli ára. Sala dróst saman í öllum helstu söluflokkum en mismikið eftir flokkum. Sala rauðvíns dróst saman um rúmlega 16% á meðan sala hvítvíns dróst saman um 9%.

Gleðilega hátíð!

30.12.2022

Vínbúðirnar óska landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári. Við bendum á að hægt er að nálgast upplýsingar um opnunartíma hér á síðunni og hvetjum viðskiptavini til að fylgjast vel með tilkynningum ef raskanir verða á opnunartímum vegna veðurs eða ófærðar...

Lokað á Reyðarfirði vegna rafmagnsleysis

29.12.2022

Uppfært kl. 14:15: rafmagn komið á og búðin opnar kl. 14:30.

Lokað er á Reyðarfirði vegna rafmagnsleysis í dag fimmtudaginn 29. desember, en samkvæmt upplýsingum frá Rarik mun bilunin vara allan daginn..

Ófærð við Mývatn

20.12.2022

Því miður verður ekki unnt að opna Vínbúðina við Mývatn á tilsettum tíma vegna ófærðar í dag þriðjudaginn 20. desember. Opnað verður um leið og færi gefst.

Áfram ófærð

19.12.2022

Uppfært: Búið að opna í Hveragerði!
Enn er víða ófært og því miður nær starfsfólk okkar ekki á staðinn til að opna Vínbúðina í Hveragerði á tilsettum tíma í dag. Opnað verður um leið og færi gefst. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.

Ófærð

17.12.2022

Uppfært: Búið er að opna Vinbúðina í Þorlákshöfn, en Vínbúðin Hveragerði er enn lokuð. ---- Því miður verður ekki unnt að opna Vínbúðirnar í Hveragerði og Þorlákshöfn á tilsettum tíma vegna ófærðar í dag, laugardaginn 17. desember. Opnað verður um leið og færi gefst.

Ungt fólk sýni skilríki að fyrra bragði

12.12.2022

Mikilvægur þáttur í samfélagslegri ábyrgð Vínbúðanna er að tryggja að viðskiptavinir hafi náð 20 ára aldri og því er starfsfólk þjálfað í að spyrja yngstu viðskiptavinina um skilríki. Til að efla starfsfólk í skilríkjaeftirliti eru hulduheimsóknir framkvæmdar af óháðum aðila í öllum stærri Vínbúðum þ.e. á höfuðborgarsvæðinu á Selfossi, í Reykjanesbæ og á Akureyri. Að jafnaði eru þrjár til fimm heimsóknir í mánuði í hverja Vínbúð. Allir aðilar sem framkvæma hulduheimsóknirnar eru á aldrinum 20 – 24 ára. Árangur þeirra fór niður á Covid árunum en er nú á uppleið og er 83% það sem af er ári, en markmið Vínbúðanna er 90%. Almennt hafa viðskiptavinir skilning á þessum mikilvæga þætti í starfseminni og sýna skilríki með ánægju þegar um það er spurt. Vínbúðirnar hvetja unga viðskiptavini til að sýna skilríki að fyrra bragði, það flýtir almennt fyrir afgreiðslu sem er mikilvægt nú þegar einn annasamasti tími ársins er framundan.