Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Fréttir

Vínskóli Vínbúðanna

22.07.2022

Sem mikilvægur liður í þjónustustefnu Vínbúðanna er starfræktur metnaðarfullur Vínskóli hjá Vínbúðunum. Markmið Vínskólans er að mennta starfsfólk Vínbúðanna í þeirri breidd vöruúrvals sem er til sölu í Vínbúðunum, sem um leið eflir þjónustu til viðskiptavina. Fyrir utan styttri námskeið um ýmsar tegundir áfengis, vínræktarsvæði og berjategundir býður Vínskólinn upp á tvö stig af lengri námskeiðum sem enda með prófi.

Innköllun á Cyclopath Pale Ale

18.07.2022

ÁTVR og S.B. brugghús ehf. innkalla vöruna Cyclopath Pale Ale, sem er bjór í 330 ml áldós þar sem bjórdós getur bólgnað út og kann að springa.

Innköllun á Sóló sumarbjór

12.07.2022

ÁTVR innkallar vöruna Sóló Sumarbjór, sem er bjór, í 330 ml áldós þar sem umbúðir vörunnar geta bólgnað út sé varan ekki geymd í kæli og sprungið með tilheyrandi slysahættu. Innköllunin miðast eingöngu við birgðir vörunnar merktar með best fyrir dagsetningunni: 22/10/2022. Varan hefur nú þegar verið fjarlægð úr hillum vínbúðanna. Allir sem eiga þessa vöru, með fyrrnefndri best fyrir dagsetningu, eru beðnir um að farga henni eða skila henni í næstu Vínbúð og fá hana þar bætta. Ef umbúðir vörunnar eru bólgnar er rétt að leiðbeina um að opna umbúðirnar að viðhafðri fyllstu varúð. Framleiðandi vörunnar og ábyrgðaraðili er: Og natura / Íslensk hollusta ehf, Hólshraun 5, 220 Hafnarfjörður Strikamerki: Á áldós: 5694230446667. Varan hefur verið boðin til sölu í ÁTVR Nánari upplýsingar veitir Gunnþórunn Einarsdóttir, sérfræðingur á Vörusviði, s. 611-2764 og gunnthorunn@vinbudin.is

Lokað 17. júní

14.06.2022

Þjóðhátíðardagur Íslendinga er haldinn hátíðlegur föstudaginn 17.júní, en við bendum viðskiptavinum á að þá er lokað í Vínbúðunum. Fimmtudaginn 16. júní er opið í flestum Vínbúðum eins og um föstudag sé að ræða.

Skoða nánar upplýsingar um opnunartíma Vínbúða um land allt.

Lokað annan í hvítasunnu

30.05.2022

Lokað verður í Vínbúðunum annan í hvítasunnu, mánudaginn 6. júní.  Opnunartíma allra Vínbúða má skoða hér

Lokað annan í hvítasunnu

24.05.2022

Lokað verður í Vínbúðunum annan í hvítasunnu, mánudaginn 6. júní. Opnunartíma allra Vínbúða má sjá hér

Lokað á uppstigningardag

24.05.2022

Lokað er í öllum Vínbúðum á uppstigningardag fimmtudaginn 26 maí. Miðvikudaginn 25. maí verða flestar Vínbúðir opnar eins og um föstudag sé að ræða. Á höfuðborgarsvæðinu verður því opið frá 11-19, en lengur á Dalvegi, Skeifu og Skútuvogi þar sem opið er frá 10-20.

Ný Vínbúð á Egilsstöðum

19.05.2022

Ný og glæsileg Vínbúð hefur nú opnað að Miðvangi 13 á Egilsstöðum (þar sem Bónus, A4 og Lindex eru til húsa). Gamla búðin hefur verið á sama stað í 30 ár og bæjarbúar að vonum spenntir yfir flutningnum.

Sumarbjórinn 2022

11.05.2022

Nú er sumarbjórinn kominn í sölu í Vínbúðirnar, en sölutímabilið er frá 2. maí og lýkur mánudaginn 31. ágúst 2022. Sumarbjórar eru einungis í sölu yfir sumarmánuðina og margir sérstaklega framleiddir sem slíkir. Um 70 sumarvörur eru væntanlegar í ár yfir tímabilið, en í Vefbúðinni er hægt að sjá lista yfir þann sumarbjór sem í boði er á hverjum tíma og sjá hvar hann fæst. Flesta bjórana er einnig hægt að kaupa í Vefbúðinni og fá sent í næstu Vínbúð.

Ársskýrsla 2021 komin út

06.05.2022

Árs- og samfélagsskýrsla ÁTVR 2021 er komin út á rafrænu formi. Í skýrslunni má finna ítarlegar upplýsingar um rekstur og starfsemi fyrirtækisins. Stefna ÁTVR er að vera í hópi bestu þjónustufyrirtækja landsins og fyrirmynd á sviði samfélagsábyrgðar. Í skýrslunni er gerð grein fyrir áherslum gagnvart hagsmunaaðilum, en allar miða þær að því að fylgja þeim áherslum sem koma fram í heildarstefnunni.