Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Fréttir

ÁTVR unir niðurstöðu héraðsdóms

31.03.2022

ÁTVR hefur ákveðið að áfrýja ekki niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur um frávísun mála sem höfðuð voru í þeim tilgangi að stöðva sölu áfengis í vefverslunum innanlands.

ÁTVR áfrýjar úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur

22.03.2022

ÁTVR hefur ákveðið að kæra til Landsréttar úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðnir voru upp þann 19. mars sl. í málum ÁTVR annars vegar gegn Bjórlandi ehf. og hins vegar gegn Arnari Sigurðssyni, Sante ehf. og Santewines SAS. ÁTVR telur rétt að fá álit áfrýjunardómstóls á þeim álitamálum sem frávísun málanna er reist á.

Vefverslun einkaaðila með áfengi leiðir af sér afnám einkaleyfis að mati ÁTVR

18.03.2022

Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) hefur skilað inn umsögn til Alþingis vegna frumvarps til laga um breytingu á áfengislögum og telur að í því felist algjör stefnubreyting á áfengismálum á Íslandi og forsendubrest fyrir einkaleyfi ÁTVR..

Páskabjórinn 2022

09.03.2022

Fimmtudaginn 10. mars hefst sala páskabjórs í Vínbúðunum og í Vefbúðinni. Líkt og aðrar árstíðabundnar vörur er páskabjórinn seldur í takmarkaðan tíma, en sölutímabilið stendur til 16.apríl..

Rússneskur vodki tekinn úr sölu

01.03.2022

Í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu hefur verið kallað eftir því að taka rússneskar vörur úr sölu. Meðal annars hafa áfengiseinkasölurnar á Norðurlöndum farið þá leið að hætta sölu á rússnesku áfengi. Á Íslandi eru lagaheimildir fyrir slíkum einhliða ákvörðunum ekki til staðar og þarf því samþykki birgja fyrir slíku...

Afmælisgjöf til þín

25.02.2022

Í tilefni 100 ára afmælis ÁTVR verða gefnir margnota pokar í Vínbúðum næstu daga. Pokarnir verða í boði á meðan birgðir endast, en um er að ræða poka sem hægt er að brjóta saman í vasa svo það fer lítið fyrir þeim og þægilegt að hafa þá með sér.

Áríðandi innköllun á bjór sem getur bólgnað út og sprungið

04.02.2022

ÁTVR innkallar vöruna Svartálfur Potato Porter, sem er bjór, í 330 ml áldós þar sem umbúðir vörunnar geta bólgnað út og sprungið með tilheyrandi slysahættu..

Aldarafmæli ÁTVR

03.02.2022

Um þessar mundir fagna Vínbúðirnar 100 afmæli. Margt hefur breyst frá því fyrirtækið var fyrst stofnað þann 3. febrúar1922 og er fyrirtækið í dag margverðlaunað þjónustufyrirtæki sem setur viðskiptavini og starfsfólk í öndvegi..

Þorrabjórinn 2022

07.01.2022

Nú þegar þorrinn gengur senn í garð er eins og áður boðið upp á úrval árstíðabundna bjóra fyrir tilefnið. Sala á þorrabjór hefst í Vínbúðunum fimmtudaginn 13. janúar en upphaf þorrans er á Bóndadaginn, föstudaginn 21. janúar.

Sala áfengis og tóbaks árið 2021

03.01.2022

Alls seldust 26.386 þúsund lítrar af áfengi í Vínbúðunum á árinu 2021. Til samanburðar var sala ársins 2020 26.810 þús. lítrar en í heildina dróst salan saman um 1,6% á milli ára. Sala dróst saman í flestum söluflokkum. Tveir söluflokkar skera sig úr varðandi aukningu á milli ára, freyðivín/kampavín sem jókst um 17% og blandaðir drykkir en sala í þeim flokki jókst um 22% á milli ára.