Fréttir

ÁTVR hlýtur jafnlaunavottun

22.01.2019

ÁTVR hlaut í nóvember síðastliðnum formlega jafnlaunavottun og leyfi Jafnréttisstofu til að nota jafnlaunamerkið 2018-2021. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Þetta er því mikilvæg staðfesting á því að verklag við ákvörðun í launamálum hjá ÁTVR, byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun.

Þorrabjórinn 2019

17.01.2019

Sala á þorrabjór hefst fimmtudaginn 24. janúar en upphaf þorrans er á Bóndadaginn, föstudaginn 25. janúar. Í ár er áætlað að 14 tegundir af þorrabjór verði í boði, en þegar sala hefst verður hægt að skoða nánar hér á vinbudin.is í hvaða Vínbúð hver tegund fæst og einnig er hægt að kaupa þá beint í Vefbúðinni. Sölutímabili þorrabjórs lýkur 23.febrúar.

Dalvegur opnar eftir breytingar

11.01.2019

Vínbúðin Dalvegi hefur nú opnað aftur eftir breytingar, en nokkrar endurbætur hafa verið gerðar á húsnæðinu. Kælir hefur verið stækkaður og sér kælir afmarkaður fyrir sérbjór, síder og gosblöndur. Hillupláss var aukið nokkuð, lagerrými var stækkað og öll starfsmannaaðstaða hefur verið bætt til muna.

Framkvæmdir í Skeifunni

08.01.2019

Vínbúðin Skeifunni verður lokuð vegna framkvæmda frá mánudeginum 14.janúar fram í mars.
Við bendum viðskiptavinum á að næsta Vínbúð með sama opnunartíma er í Skútuvogi, þar sem opið er mánudaga til föstudaga frá 10-20 og laugardaga 11-18. Einnig má benda á nálægar Vínbúðir í Kringlu og Borgartúni þar sem opið er frá 11-18 og 11-19 á föstudögum.

Sala áfengis og tóbaks árið 2018 og þróun sölu undanfarin ár.

02.01.2019

Á árinu 2018 seldust rétt tæplega 22 milljónir lítra af áfengi í Vínbúðunum. Það er 0,54% aukning frá árinu 2017 og mesta magn sem selst hefur til þessa.

Gleðilega hátíð!

31.12.2018

Á gamlársdag er opið í Vínbúðum á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Reykjanesbæ og Selfossi frá 9 til 14. Lokað er 1.janúar, en opið samkvæmt venju í öllum Vínbúðum miðvikudaginn 2.janúar.

Lokað á sunnudag!

27.12.2018

Í Vínbúðunum er 30. desember að jafnaði einn söluhæsti dagur ársins. Þar sem hann ber nú upp á sunnudag verður samkvæmt lögum lokað í öllum Vínbúðum þennan dag. Því má búast við miklum fjölda viðskiptavina laugardaginn 29.desember og einnig á gamlársdag.

Vínbúðin Dalvegi lokuð 2.-10.janúar 2019

20.12.2018

Vínbúðin Dalvegi verður lokuð vegna framkvæmda frá miðvikudeginum 2.janúar og opnar aftur föstudaginn 11.janúar.

Opnunartímar yfir jól og áramót 2018

06.12.2018

Hægt er að nálgast opnunartíma Vínbúða um hátíðirnar með því að smella á opnunartímar hér fyrir ofan og velja viðeigandi Vínbúð. Breyting á hefðbundnum opnunartíma er merkt með rauðu.

ÁTVR tilnefnt til loftslagsverðlauna

03.12.2018

ÁTVR hlaut viðurkenningu frá Reykjavíkurborg og Festu vegna loftlagsmála. Fjögur fyrirtæki voru tilnefnd, Klappir Grænar lausnir, EFLA, IKEA og ÁTVR, en við val á sigurvegara er m.a. horft til mikilvægis nýsköpunar og árangurs við að draga úr eigin losun gróðurhúsalofttegunda.