Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Nokkrar reglur um samsetningu á mat og víni

  • Með FEITUM mat er gott að vínið sé alkóhólríkt. Vínandinn brýtur niður fituna. Að sama skapi sé maturinn léttur, á vínið að vera létt.
  • Ef maturinn er SÚR þarf vínið líka að vera sýruríkt.
  • SÆTUR matur kallar á sætt vín.
  • Með STERKKRYDDUÐUM mat á ekki að hafa kröftug vín. Besta mótvægið við sterkt kryddbragð er fremur létt vín sem er sætt eða ávaxtaríkt.
  • SALTUR matur þarfnast víns sem hefur sætleika eða mikinn ávöxt eða sýru til að vega á móti saltbragðinu.
  • Með BEISKUM mat er gott að hafa vín sem hefur sætleika eða góðan ávöxt.