Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Vatnsmelónu Margaríta

Fjöldi
1
Erfiðleikastig
Erfitt
Áhöld
KokteilhristariMæliskeið eða sjússamælirHnífur og brettiBlandari
Innihaldsefni 1 tsk límónubörkur 1 dl vatn 1 dl sykur 2 dl vatnsmelónumauk 2 cl ferskur límónusafi 6 cl ljóst tekíla 2 cl triple sec eða annar appelsínulíkjör 1 bolli klaki
Hentugt glas
Aðferð

Skerið vatnsmelónu í stóra bita og fjarlægið steinana, setjið í blandara og gerið fínlegt mauk. Setjið glas í frysti í 30 mínútur. Setjið matarsalt á lítinn disk, vætið glasbarminn með límónusneið og dýfið glasinu svo í saltið. Setjið í blandara 2 msk. límónusíróp, vatnsmelónumauk, límónusafa, tekíla, líkjör og klaka og blandið þar til drykkurinn er orðinn mjúkur og froðukenndur. Sigtið í glas og skreytið með límónusneið.

Límónusíróp:
Setjið fínt saxaðan límónubörk (aðeins græna hlutann), sykur og vatn í pott og sjóðið þar til sykurinn leysist upp. Hrærið í á meðan. Takið af hitanum, kælið að stofuhita og sigtið límónubörkinn frá. Geymist þá í lokuðu íláti í kæli.

Gott ráð Límónusíróp er hægt að gera tímalega og geymist í um mánuð í kæli.
Fleiri líkjörskokteilar
Apple Fruitini líkjörskokteilar
Jarðarberja jóladraumur líkjörskokteilar
Vinsælir kokteilar
Mojito rommkokteilar
Espresso Martini líkjörskokteilar
Old fashioned viskíkokteilar