Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Norrænt samstarf

Allt frá árinu 2009 hafa norrænu áfengiseinkasölurnar, Alko í Finnlandi, Systembolaget í Svíþjóð, Vinmonopolet í Noregi og Rúsdrekkasøla Landsins í Færeyjum og ÁTVR verið í samstarfi sem snýr að siðferðilegum grundvallarreglum í aðfangakeðjunni.

Sameiginlegt markmið er að tryggja að söluvörur fyrirtækjanna séu framleiddar samkvæmt alþjóðlegum samþykktum og siðareglum.  Siðareglurnar byggja á alþjóðlegum samþykktum og viðmiðum s.s. The Global Compact. Lögð er áhersla á að reglunum er ætlað að vera grunnur til að leiðrétta hegðun ef úrbóta er þörf en ekki útiloka vörur nema önnur úrræði hafi verið fullreynd.

Árlega standa Alko, Systembolaget og Vinmonopolet fyrir fjölda úttekta í samvinnu við alþjóðlega úttektaraðila þar sem framleiðendur eru metnir á grundvelli siðareglanna og í framhaldinu er gerð áætlun til úrbóta ef ástæða er til og eftirfylgni ákveðin.

Umhverfisstefna 

Samstarfið nær einnig til umhverfismála. Á árinu 2017 var birt skýrsla sem unnin var af Danska fyrirtækinu 2. -0 LCA um vistferilsgreiningu á áfengum drykkjum. Tilgangur rannsóknarinnar er að skrá heildarumhverfisáhrif allra vöruflokka Norrænu áfengiseinkasalanna. 

Hér má sjá skýrsluna í heild.