Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Reynsluflokkur

Reynsluflokkur er vettvangur fyrir birgja til að prófa að selja í Vínbúðinni hvaða vöru sem er, að því gefnu að varan uppfylli lagaskilyrði og standist gæðaeftirlit. Lengd reynslusölu er 12 mánuðir. 


Hafi eftirspurn verið nægileg, þá færist varan í kjarnaflokk. Vara sem nær ekki í kjarna getur færst í sérflokk ef hún er talin með einhverjum hætti auka fjölbreytni eða gæði vöruúrvals.


Vara sem hættir í reynslusölu getur komið aftur í reynslusölu að liðnum 12 mánuðum og hana má bjóða til sölu í vefverslun.