Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Sérflokkur

Venja er að þegar vara lýkur reynslusölu án flutnings í kjarna, þá sé skoðað hvort varan auki á einhvern hátt fjölbreytni eða gæði vöruúrvals Vínbúðarinnar. Ef varan gerir það er hún færð í sérflokk. Vara sem þannig færist í sérflokk er þar í a.m.k. 12 mánuði, en eftir það þarf hún að standast árangursviðmið.

Að jafnaði eru vörur ekki lengur en 5 ár í sérflokki. Vínbúðin auglýsir einnig eftir vörum til sölu í sérflokki.
 

Vörur í sérflokki eru að jafnaði í takmarkaðri dreifingu í einni eða fáum Vínbúðum.