Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Kjarni

Í kjarna eru vörur sem njóta mestrar eftirspurnar. Vörur í kjarna fá dreifingu í fleiri Vínbúðir en vörur í öðrum söluflokkum.

Vörur komast í kjarna eftir árangursríka reynslusölu. Vara sem kemur ný í kjarna er þar í a.m.k. 12 mánuði, en eftir það þarf hún að standast árangursviðmið. Ekki eru tímamörk á því hve lengi vara getur verið í kjarnaflokki.

Vörufjöldi í kjarna er takmarkaður þannig að þar getur verið hverju sinni tiltekinn fjöldi af söluhæstu vörum í hverjum flokki. Vörur sem eru utan þessa tiltekna fjölda hætta í kjarna. Vara sem fellur úr kjarna getur, óski birgir þess, hafið reynslusölu á ný.