20+

22.07.2025

Aldur til áfengiskaupa á Íslandi er 20 ár. Vínbúðirnar leggja sitt af mörkum til að draga úr áfengisneyslu ungs fólks með því að tryggja að aldursmörk til áfengiskaupa séu virt.
Markmiðið með auglýsingunum er að vekja á jákvæðan hátt athygli á áfengiskaupaaldrinum og hvetja ungt fólk til að sýna skilríki að eigin frumkvæði. Almennt hafa viðskiptavinir skilning á þessum mikilvæga þætti í starfseminni og sýna skilríki með ánægju þegar um það er spurt.