KOKTEILSÍÐU VÍNBÚÐANNA er hægt að finna úrval uppskrifta af girnilegum kokteilum, bæði áfengum og óáfengum, sem henta flestum tilefnum. 

" />
Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Spennandi kokteilsíða

25.04.2022

Nú þegar sólin er farin að sýna sig er tilvalið að dusta rykið af kokteilhristaranum og koma sér í nettan kokteilgír. Á KOKTEILSÍÐU VÍNBÚÐANNA er hægt að finna úrval uppskrifta af girnilegum kokteilum, bæði áfengum og óáfengum, sem henta flestum tilefnum. 

Vínráðgjafar Vínbúðanna hafa sett saman frábærar leiðbeiningar fyrir sérhvern kokteil þar sem bent er á erfiðleikastig, hentuga glasategund til að bera kokteilinn fram í og hvaða áhöld er gott að hafa við höndina. Þá er einnig hægt að smella á innihaldsefnin og sjá hvað er til vörusafni Vínbúðanna hverju sinni. Einnig er mjög þægilegt að geta leitað eftir tegundum, litum og jafnvel hvort boðið er upp á drykkinn fyrir eða eftir mat, í veislu eða bara til að njóta í sumarblíðunni!