Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

ÁTVR unir niðurstöðu héraðsdóms

31.03.2022


ÁTVR hefur ákveðið að áfrýja ekki niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur um frávísun mála sem höfðuð voru í þeim tilgangi að stöðva sölu áfengis í vefverslunum innanlands.

ÁTVR telur að slík verslun samrýmist ekki lögum, gangi gegn einkaleyfi ÁTVR og sé í beinni andstöðu við gildandi áfengis- og lýðheilsustefnu, en héraðsdómur vísaði málunum frá dómi.

Bæði fjármála- og efnahagsráðherra, sem fer með málefni laga um verslun með áfengi og tóbak, og dómsmálaráðherra, sem fer með áfengislögin, telja nauðsynlegt að endurskoða og skýra lög og regluverk um smásölu áfengis.

ÁTVR hefur því ákveðið að una niðurstöðu héraðsdóms í trausti þess að löggjafinn og eftirlitsaðilar taki á málinu.