Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Opnað aftur á Eiðistorgi

14.09.2021

Vínbúðin Eiðistorgi hefur nú verið opnuð aftur eftir gagngerar endurbætur. Búðin hefur verið stækkuð töluvert auk þess sem bjórinn er nú í kæli. Vöruval hefur einnig verið aukið talsvert og mikið lagt í að upplifun viðskiptavina verði sem best. 

Við bjóðum viðskiptavini velkomna í enn betri Vínbúð.