Jólabjórinn 2025

15.10.2025

Sala jólabjórs og annarra jólavara hefst í Vínbúðunum 6. nóvember. Viðskiptavinir bíða jafnan spenntir eftir þessum árlega viðburði, enda margir áhugasamir um þá flóru sem í boði verður. 

Í   Vefbúðinni má á hverjum tíma sjá lista yfir þær tegundir sem áætlað er að verði í sölu, en listinn er síbreytilegur fram að sölubyrjun þar sem skráning vara er enn í fullum gangi.  Dreifing tegunda er misjöfn eftir Vínbúðum, en þegar sala hefst er hægt að sjá hvar viðkomandi vara fæst með því að smella á heiti vörunnar. 

Einnig verður hægt að nálgast flestar jólavörurnar í Vefbúðinni og fá sent gjaldfrjálst í Vínbúð að eigin vali og er úrvalið því það sama um allt land.