Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Jólabjórinn í sölu 2. nóvember

17.10.2023

Sala jólabjórs og annarra jólavara hófst í Vínbúðunum fimmtudaginn 2. nóvember. Árstímabundnar vörur vekja yfirleitt lukku, ekki síst jólavörurnar, enda gaman að breyta til og smakka nýjar tegundir. Margir eru áhugasamir um þá flóru sem í boði er, en gert er ráð fyrir að um 120 jólavörur verði í sölu þetta árið. 

Í  Vefbúðinni má á hverjum tíma sjá lista yfir þær tegundir sem áætlað er að verði í sölu, en listinn er síbreytilegur fram að sölubyrjun þar sem skráning vara er enn í fullum gangi.  Dreifing tegunda er misjöfn eftir Vínbúðum, en þegar sala hefst er hægt að sjá hvar viðkomandi vara fæst með því að smella á heiti vörunnar. Einnig verður hægt að nálgast flestar jólavörurnar í Vefbúðinni og fá sent í næstu Vínbúð, án sendingarkostnaðar. Úrvalið er því það sama um allt land.