Fréttir

Vikan fyrir verslunarmannahelgi

28.07.2025

Nú er ein annasamasta vika ársins í Vínbúðunum framundan, en margir viðskiptavinir leggja leið sína til okkar fyrir verslunarmannahelgi. Á síðasta ári komu rúmlega 130 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar í vikunni fyrir verslunarmannahelgi og alls seldust rúmlega 700 þúsund lítrar af áfengi. Allt kapp er lagt á að taka vel á móti viðskiptavinum svo allt gangi sem best fyrir sig, en fyrir þá sem vilja forðast raðir er gott að huga að því að vera tímanlega. Gott ráð er að kíkja við fyrri part vikunnar og fyrri part dagsins.

Litríkir kokteilar

18.07.2025

Sumarið er tíminn til að prófa sig áfram í að blanda ljúffenga og litríka kokteila, ýmist áfenga eða áfengislausa. Á kokteilsíðu Vínbúðarinnar má finna fjölmargar spennandi uppskriftir og jafnvel hægt að flokka þær niður eftir tegund, lit eða tilefni. Njótið vel og munið að áfengi fylgir ábyrgð!

Vottaðar vörur í Vínbúðunum

04.07.2025

Í hillum Vínbúðanna finnur þú úrval af vottuðum vörum. Markmið með vottun vara er að vernda líffræðilega fjölbreytni og heilbrigði jarðvegs, draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og tryggja góð vinnuskilyrði. Óháðir eftirlitsaðilar votta að framleiðslan sé í samræmi við kröfur og er vottunin góð vörn gegn grænþvotti.

Innköllun á Stormur veðrað romm

24.06.2025

Og natura / Íslensk hollusta í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnafjarðar, Kópavogs og Reykjavíkur hefur ákveðið að kalla inn eina lotu af Storm Romm. Um er að ræða Romm í 700 ml glerflösku með lotumerkingu 05.4 þar sem glerbrot fannst í einni flösku.

Umhverfishrós til Vínbúðarinnar á Flúðum

18.06.2025

Vínbúðin á Flúðum hlaut Umhverfishrós Hrunamannahrepps 2025, en viðurkenningin var afhent við hátíðarhöld þann 17. júní.

Í umsögn umhvefisnefndar segir: "Í gegnum árin hefur umhverfi búðarinnar verið snyrtilegt og vel við haldið. Falleg beð taka á móti viðskiptavinum og gestum sem oft á tíðum nýta bekkinn fyrir framan búðina til að slaka á og njóta. Starfsfólk leggur metnað í að viðhalda fallegu umhverfi og að hafa almenna ásýnd búðarinnar til fyrirmyndar."

Lokað 17. júní

13.06.2025

Þjóðhátíðardagur Íslendinga er haldinn hátíðlegur þriðjudaginn 17.júní, en við bendum viðskiptavinum á að þá er lokað í Vínbúðunum.

Sumarlegir kokteilar

10.06.2025

Á sumrin er sérstaklega skemmtilegt að leika sér með litríka drykki þegar sólin lætur sjá sig. Hér eru uppskriftir af þremur kokteilum sem gaman væri að prófa, en á kokteilsíðu Vínbúðanna má finna fjölda uppskrifta af spennandi kokteilum, bæði áfengum og óáfengum, sem henta flestum tilefnum.

Óvíst með opnun vegna rafmagnsleysis

10.06.2025

Uppfært: Búið að opna allar búðir
Skv. tilkynningu frá Landsneti er rafmagnslaust víða á Suðurlandi sem þýðir að einhverjar Vínbúðir gætu seinkað opnun í dag. Vitað er að þetta á við um Vínbúðirnar á Hellu, Hvolsvelli, Vík og Vestmannaeyjum eins og staðan er núna. Búðirnar munu opna um leið og rafmagn kemst á.

Nýr forstjóri

04.06.2025

Þorgerður Kristín Þráinsdóttir hefur verið skipuð í embætti forstjóra ÁTVR, en hún mun hefja störf 1. september nk. Tilkynningin var birt á vef Fjármála- og efnahagsráðuneytisins, en Þorgerður var valin úr hópi nítján umsækjenda...

Lokað annan í hvítasunnu

04.06.2025

Lokað verður í Vínbúðunum annan í Hvítasunnu, mánudaginn 9. júní. Opnunartíma allra Vínbúða má skoða hér