Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Sala áfengis fyrstu 8 mánuði ársins jókst um 0,3%

15.09.2009

Sala áfengis fyrstu 8 mánuði ársins jókst um 0,3%Sala áfengis fyrstu 8 mánuði ársins jókst um 0,3% í magni miðað við sama tímabil í fyrra.

Sala rauðvíns dróst saman um 1,4%, sala hvítvíns jókst um 6,4%, en sala á brandí dróst saman um 21,5%.  Sala á ókrydduðu brennivíni og vodka dróst saman um rúm 7% og aðrar bjórtegundir en lagerbjór og öl um rúm 35%  Svipaður samdráttur er í blönduðum drykkjum eða 36,6%.  Lagerbjór sem er tæp 79% af allri magnsölu Vínbúðanna seldist í rúmlega 10,7 milljónum lítra fyrstu 8 mánuði ársins og jókst salan um 1,8% frá því á sama tíma í fyrra.