Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Hörpuskel og epli

Þessi uppskrift er frá:
Sushi Samba

 • Hörpuskel 80/100 10 stk
 • Fínt salt 100 g
 • Sykur 100 g
 • Sítrónu sest 1 stk.
 • Rauður chilli ½ stk.
 • Ferskur kóríander ½ búnt
 • Ólífu olía 1 msk.
 • Döðlur 5 stk.
 • Grænt epli 1 stk.
 • Soja sósa 250 ml
 • Sykur 250 g

Aðferð

Hreinsið sinina af hörpuskelinni. Blandið sykri og salti saman í skál og bætið sítrónu berki út í. Dreifið helmingnum af saltblöndunni á bakka og leggið hörpuskelina ofan á, dreifið restinni af saltblöndunni yfir og látið hörpuskelina marinerast í 8 mínútur. Skolið saltið af hörpuskelinni með köldu vatni og leggið á þurrt viskustykki til að losna við sem mest vatn. Hitið pönnu og brúnið hörpuskelina í 30 sekúndur á hvorri hlið.


Fínsaxið chilli og kóríander í skál, bætið olívu olíu útí og blandið vel saman, hörpuskelinni er síðan velt upp úr leginum. Takið steininn úr döðlunni og skerið í 3 hluta. Skerið eplið í ca. ½ cm kubba og geymið í köldu vatni með smá sítrónu safa.
 

Sósa

Hitið sojasósu og sykur mjög rólega saman í potti þar til sykurinn er alveg uppleystur og sósan er orðin þykk og góð. Kælið sósuna er síðan alveg niður.


Samsetning

Raðið hörpuskel, epli og döðlu á prjóna og dreifið sósunni yfir.

 

Þessi uppskrift var sett inn í tilefni rósavínsþema í Vínbúðunum. Rétturinn hentar vel með ósætu eða millisætu rósavíni. Einnig er hægt að finna sína eigin samsetningu í vöruleitinni.

 

Uppskriftin er frá Sushi samba