Fyrir 4
- 800 g hreinsaður skötuselur, skorinn í 200 g steikur
- 400 g svartkál, hreinsað af stilk og grófsaxað
- 200 ml rjómi
- Salt og pipar
- 1 stk. sítróna
- 4 hvítlauksgeirar, fínsaxaðir
- Ólífuolía
- 50 g smjör
- Balsamedik eftir smekk
- 12 stk. ferskur grænn aspas
Aðferð:
Steikið svartkálið, ásamt hvítlauk, í smjörinu á pönnu í 2-3 mín. Hellið rjómanum yfir og sjóðið í 5-8 mín. eða þangað til að rjóminn þykknar. Kryddið með safa úr ½ sítrónu, salti og pipar. Grillið skötuselinn á vel heitu grilli í u.þ.b. 2-3 mín. á hvorri hlið, látið hann síðan vera á lágum hita á efri grindinni í u.þ.b. 3 mín. , kreistið sítrónu yfir hann, kryddið með salti og pipar. Grillið aspasinn á meðan í 2-3 mín., setjið til hliðar og kryddið með salti og pipar, örlitlum sítrónusafa og ólífuolíu. Athugið hvort fiskurinn sé fulleldaður, setjið hann svo á miðjan disk, kremaða svartkálið yfir og aspasinn efst, dreypið ólífuolíu yfir og berið fram.
Þessi uppskrift var sett inn í tilefni rósavínsþema í Vínbúðunum. Rétturinn hentar vel með ósætu rósavíni. Einnig er hægt að finna sína eigin samsetningu í vöruleitinni.
Uppskriftin er frá:


Leifur Kolbeinsson, matreiðslumaður og höfundur uppskriftar