
2 meðalstór bleikjuflök
Pönnusteikt bleikja
Skerið hvort flak um sig í tvö ferköntuð stykki.
Afskurðurinn af fiskinum er notaður í tartar.
Aðferð
Steikið fiskstykkin með roðhliðina niður við miðlungshita þar til „medium rare“.
Kryddið með salti og pipar. Snúið fiskinum við í 10 sekúndur og takið síðan af pönnunni.
Bleikju tartar
Roðflettið afskurðinn og skerið í litla bita. Setjið í skál. Útbúið sítrusblönduna.
Sítrus fyrir tartar
3 radísur, skornar í litla teninga
½ chili, fræhreinsaður og skorinn smátt
Salt og pipar
Extra Virgin ólífuolía
Rifinn börkur af hálfri sítrónu
Safi úr hálfri sítrónu
Aðferð: Blandið öllu saman. Hellið yfir hráa tartar-fiskinn og blandið vel.
Leggið pönnusteiktu bleikjuna á disk ásamt tartar. Skreytið með fallega skornum radísum. Gott vatnsmelónusalat eða annað létt salat passar vel með þessum rétti.


Með þessum rétti henta hveitibjórar eða Saison (Belgískt öl)