Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Eftirfarandi vörur hafa verið innkallaðar. Viðskiptavinum sem eiga neðangreindar vörur er bent á að skila þeim í næstu Vínbúð gegn endurgreiðslu eða skipti á samskonar vöru. Innkallanir geta verið af ýmsum toga, í sumum tilfella eru ákveðnar framleiðslulotur gallaðar á meðan allar lotur eru innkallaðar hjá öðrum vörum. Nánari upplýsingar um hverja innköllun er að finna við hverja vöru.

Innkallanir

Innköllun á Tuborg í gleri

13.12.2021

Ölgerðin hefur ákveðið að innkalla Tuborg Julebryg í 330 ml gleri vegna tilkynningar um fund á broti úr gleri í slíkri flösku. Atvikið er nú til ítarlegrar rannsóknar innan Ölgerðarinnar, en þar til niðurstaða liggur fyrir hefur verið ákveðið að innkalla flöskur sem eru með framleiðsludagana „18.nóvember 2021“ og „19.nóvember 2021“ og best fyrir dagsetningarnar 18.08.22 og 19.08.22

Innköllun á Budweiser Budvar

24.09.2021

Budweiser Budvar hefur gripið til þeirra varúðarráðstafana að innkalla eftirfarandi vöru hér á landi vegna hugsanlegrar örverumengunar sem getur haft veruleg áhrif á bæði bragð og gæði bjórsins. Um er að ræða Budweiser Budvar Original Lager 0,5L í dós með framleiðslu dagsetninguna 17.6.21 og “best fyrir” 17.6.22.