Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

RecipeCollection-2021

  1. Snyrtið lambakórónuna og skerið í fituna.
  2. Kryddið kjötið með salti og pipar.
  3. Blandið saman sinnepi og hunangi. Penslið kjötið með gljáanum.
  4. Grillið kjötið á miðlungsheitu grilli með fituhliðina niður í 6-8 mínútur, en passið vel að það brenni ekki.
  5. Færið kjötið reglulega því fitan brennur auðveldlega og munið að pensla það.
  6. Snúið svo kjötinu við og grillið áfram í 6 mínútur.
  7. Leyfið kjötinu að hvíla vel áður en það er skorið. 
  8. Skerið kjötið á milli beinanna og dýfið því í döðlusultuna, jógúrtsósuna, hnetumulninginn og njótið!

 

DÖÐLUSULTA

Steikið laukana í potti upp úr olíu í smá stund. Bætið döðlum og sykri út í ásamt vatninu. Sjóðið við vægan hita þar til döðlurnar eru orðnar að mauki og maukið svo vel þar til þetta verður eins og sulta. Kælið. 

 

JÓGÚRTSÓSA

Blandið öllu saman í skál.

 

HNETUMULNINGUR

Ristið hneturnar á pönnu við vægan hita. Setjið svo í matvinnsluvél ásamt kryddinu og maukið.

 

VÍNIN MEÐ

Sætan og kryddunin í uppskriftinni kallar á mjúk og ávaxtarík rauðvín frá suður-Frakklandi, suður Ítalíu eða Ástralíu