Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

RecipeCollection-2021

  1. Kryddið krónhjartarlundir með salti og pipar og steikið í olíu á vel heitri pönnu í 2-3 mínútur eða þangað til kjötið verður fallega brúnt.
  2. Takið þá kjötið af pönnunni og steikið sveppi á sömu pönnu í 2 mínútur.
  3. Hellið púrtvíni og brandíi á pönnuna og sjóðið niður þangað til það verður sírópskennt.
  4. Bætið rjóma og kjötkrafti saman við, þykkið sósuna með sósujafnara og smakkið til með salti og pipar.
  5. Setjið krónhjartarlundirnar í ofnskúffu og bakið við 180°C í 5-7 mínútur.

 

Berið fram með kóngasveppum og púrtvínssósu og t.d. blönduðu grænmeti og kartöflum.

VÍNIN MEÐ

Í vöruleitinni er að finna ýmsar hugmyndir en hægt er að sía leitina eftir þínum þörfum. Hér er um bragðmikið kjöt að ræða og parast því vel með vínum sem henta með villibráð.