Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

RecipeCollection-2021

RAUÐVÍNSSÓSA

  1. Látið beikon, lauk og sveppi krauma í olíu í potti í 2 mínútur.
  2. Bætið þá lárviðarlaufi, timjani, pipar, tómatkrafti, rauðvíni og rauðvínsediki í pottinn og sjóðið niður um ¾.
  3. Hellið villibráðarsoðinu í pottinn og þykkið með sósujafnara.
  4. Takið pottinn af hellunni og bætið smjörinu saman við sósuna.
  5. Hrærið í með sleif þangað til smjörið hefur bráðnað og smakkið til með salti.

 

HREINDÝRASTEIKUR

  1. Kryddið kjötið með salti og pipar og steikið í olíu á vel heitri pönnu í 1-2 mínútur á hvorri hlið.
  2. Berið kjötið fram með sósunni og t.d. sellerírótarkartöflumús og blönduðu grænmeti.

 

VÍNIN MEÐ

Í vöruleitinni er að finna ýmsar hugmyndir en hægt er að sía leitina eftir þínum þörfum. Upplagt er hér að haka við villibráðina.